top of page
Afríka

90% fólks sem býr fyrir sunnan Sahara í Afríku hafa ekki að aðgang að hreinu drykkjarvatni. Sjúkdómar breiðast hratt út vegna vatnsmengunar en það gerist sérstaklega í fátækum- og vanþróuðum ríkjum Afríku. Það er talið hafa mikil áhrif á dauða 10 milljóna barna á ári. Eitranir, bráðasýkingar í öndunarvegi, niðurgangur og malaría sem berst milli manna með moskítóflugum sem lifa í menguðu vatni. Það á sökina af flestum dauðsföllunum.

 

Hvaða áhrif hefur óhreina vatnið?

Afríka er sá heimshluti þar sem sjúkdómar af völdum umhverfisþátta eru algengastir. Alvarlegustu sjúkdómarnir sem eru allir orsakaðir af óhreinu drykkjarvatni eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki, mislingar, malaría og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig á Vesturlöndum en þar hefur fólk betri aðgang að læknisþjónustu og hreinna drykkjarvatni og eru því betur sett heldur en þeir sem lifa í þróunarlöndunum. Á vesturlöndum koma bólusetningar gegn hættulegum sjúkdómum í veg fyrir alvarlegar sýkingar t.d mislingar, kíghósti, heilahimnubólga o.fl. Því valda sjúkdómar eins og mislingar og magaveiki oft aðeins minniháttar veikindum á Vesturlöndum en ekki dauðsföllum eins og í þróunarlöndunum.

 

Konur í Afríku og Asíu þurfa að ganga að meðaltali 6 kílómetra á hverjum degi til að ná í vatn. Þær bera u.þ.b. 20 lítra af vatni á hausnum hverju sinni. Í Bretlandi notar fólk að meðaltali 160 lítrar á dag í allar þarfir en til samanburðar þá notar fólk í Eþíópíu u.þ.b 5-10 lítra á dag.

 

 

bottom of page