top of page

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar í Heiðmörk ofan Reykjavíkur eru kenndir við Guðmund biskup góða (1161 - 1237) en hann er sagður hafa vígt þá. Vatnið í þessum brunnum hefur verið talið hafa lækningamátt.

 

Hvað eru Gvendarbrunnar?

Gvendarbrunnar eru uppsprettulindir sem koma undan Hólmshrauni, skammt frá Helluvatni sunnan Suðurlandsvegar. Allt frá 1909 hefur Vatns­veita Reykjavíkur aflað neysluvatns úr Gvendarbrunnum og á síðari árum einnig úr borholum á Heiðmerkursvæðinu.

 

Gvendarbrunnar veittu og veita enn Reykvíkingum greiðan aðgang að nægu hreinu vatni, enda leið ekki á löngu þar til vatnsneysla þeirra margfaldaðist.

bottom of page